Vatn er undirstaða
alls lífs á jörðinni
Á Íslandi er vatn nánast alls staðar, og mikið af því. Hér eru jöklar, alls konar votlendi, fjöldi stöðuvatna, fljóta og fossa, feikinóg grunnvatn og yfirborðsvatn sem er bæði hreint og hollt, heitt og kalt; auk þess aurmikið jökulvatn, blátært lindavatn og mikið afrennslisvatn í lækjum og ám.
Á vatnssýningunni í Perlunni er í öndvegi ferskvatn í öllum sínum margbreytilegu myndum, eðli þess og mikilvægi fyrir íslenskt samfélag, fjölbreytni dýralífsins og síðast en ekki síst hlutverk þess við mótun landsins.
Sýningin er sjónræn, fjörleg og í stöðugri þróun. Sérstök áhersla er lögð á gagnvirka þátttöku gesta með nýjustu miðlunartækni.