Norðurljósasýningin Áróra
Áróra heitir falleg saga um norðurljósin. Sögumaðurinn er hin rómverska gyðja morgunroðans, sem hefur gefið þessu himinfyrirbæri alþjóðlegt heiti sitt, aurora borealis. Í sögu Áróru fléttast saman vísindi og listir, og gestum er boðið í ferðalag út í geim til að skilja betur þetta magnaða náttúruundur.
Í Perlunni má sjá hvaðan norðurljósin koma og hvernig þau verða til. Og Áróra segir um þau sígildar sögur. Norðurljósin tindra allt í kringum gestinn, í íslenskri náttúru og úti í geimnum.
Stjörnuver Perlunnar er stærsta og tæknivæddasta stjörnuver landsins. Þar er hvolfskjár með 8K-upplausn, sem ásamt mögnuðu hljóðkerfi skapar stund sem aldrei gleymist.
Norðurljós á Íslandi
Norðurljós ‒ og suðurljós ‒ verða til við samspil segulsviðs jarðar við hlaðnar agnir frá sólu, og sjást aðeins á ákveðnu bandsvæði kringum segulskautin í norðri og suðri. Þetta náttúrufyrirbæri hefur heillað mannkynið frá upphafi vega. Norðurljós sjást aðeins á veturna og hérlendis setur skýjafar, veður og ljósmengun oft strik í reikninginn. Það er sama hversu vel maður undirbýr sig – eina leiðin til að vera alveg öruggur um að sjá norðurljósin á Íslandi … er að heimsækja Perluna.